Sumarhús á Spáni

Velkominn

Um er að ræða endaraðhús með gistirými fyrir 6-8 manns.       Húsnæðið er 118 fermetrar á þremur hæðum á 1. hæð er herbergi með góðu rúmi (140cm) , sameiginleg stofa , eldhús og wc. Á 2.hæð eru tvö herbergi annað með hjónarúmi og hitt með 2. rúmum sem hægt er að færa saman, wc/baðherbergi og lítið hol , á þriðju hæð er svo herbergi með hjónarúmi og baðherbergi, útgengt er á sólarsvalir með góðu útsýni yfir svæðið, sést yfir á La Manga skagann. Innbyggð loftkæling og kynding er í húsinu með auðveldu stýrikerfi og er það nánast hljóðlaust. Í stofu er sjónvarp með fjölda sjónvarpsrása. Einnig er heimabíókerfi með DVD spilara. Stækkanlegt borðstofuborð með 6 stólum er í borðstofu. Í eldhúsi er ísskápur , uppþvottavél, þvottavél, kaffivél, air fryer, brauðrist, safapressa, blandari, pottar , pönnur og öll helstu áhöld til matargerðar, allur borðbúnaður er fyrir 10 manns. Svefnherbergin eru með góðum rúmum, barnaferðarúm og barnastóll er til staðar. Stórir skápar eru í herbergjum á annari hæð. Baðherbergin eru þrjú, á fyrstu hæðinni er klósett, vaskur en á annarri hæðinni er sturta, klósett, vaskur og góðir skápar, á þriðju hæðinni er sturta vaskur og skápur. Öll rúmföt og handklæði eru til staðar, ásamt strandhandklæðum. Lóð húsins er afgirt og hægt er ganga með húsinu í bakgarð ,einnig er útgangur úr eldhúsi í bakgarðinn. Sólbaðsaðstaða og gott rými er til að borða úti bæði á verönd og í bakgarði. Sundlaugargarðurinn er í lokuðum kjarna á milli húsanna og er garðurinn læstur fyrir almenningi , einungis ætlaður þeim sem gista húsin og gestum þeirra. Húsið er vel staðsett, þú horfir út til sundlaugarinnar frá verönd og sérð til beggja innganga inn í garðinn. Húsinu fylgir stórt útigrill, gas grill og útihúsgögn fyrir 8 til 10 manns og sólbekkir fyrir 4.

Dýrahald er ekki leyft í húsinu og reykingar aðeins leyfðar utandyra.

Séð í eldhús – tilspanar.is

Stanslaus sól

Allt sem þig hefur dreymt um
í sumarfríinu!

Á Costa Blanca svæðinu eru að meðaltali yfir 300 sólardagar á ári. Costa Blanca ströndin er um 200 km á lengd. Fjöldinn allur er af góðum baðströndum.  Mikið er um  áhugaverða staði.

“ Upplifið spænska menningu, í húsi sem byggt er í spænskum stíl”

Mosfell
Verlunarmiðstöðin Zenia Boulevard
Heimsókn í skóverksmiðju
Heimsókn á vínekru
Dýragarðsferð

Heilsusamlegasta veðurfar í heiminum

Costa Blanca ströndin er heillandi svæði þar sem þú finnur
afþreyingu, þjónustu og menningarviðburði við allra hæfi.

Fjöldi verslana og stórmarkaða er á Torrevieja svæðinu og getur verð á matvöru í þeim verið nokkuð mismunandi. Ódýrasti stórmarkaðurinn er LIDL, þar sem meira er lagt upp úr lágu vöruverði.

Costa Blanca svæðið er ævintýra-heimur þegar kemur að  skemmtigörðum, áhugaverðum  stöðum sem vert er að skoða og afþreyingu af öllum gerðum. Það ætti því engum að leiðast.

Í næsta nágrenni við húsið eru margar frábærar strendur sem tilheyra Costa Blanca ströndinni (Hvítu ströndinni) og þar er samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnun-inni (WHO) besta veðurfar í allri Evrópu.

Örstutt er í alls konar afþreyingu, svo sem go-kart brautir, vatnsrennibrauta-garð, keilu- og leiktækjasal. Stutt er í verslunar-miðstöðina La Zenia Boulevard þar sem allar helstu verslanir í evrópu eru staðsettar.

Það er ekki ofsögum sagt að Costa Blanca svæðið sé paradís golfarans en á svæðinu er fjöldinn allur af golfvöllum sem eru fyrsta flokks og margir hverjir hannaðir af fremstu golfurum heims.

Á Cabo Roig svæðinu er mjög fjölbreytt matarmenning, þar er fjöldinn allur af veitingastöðum. Eins og þið vitið þá geta þeir verið misgóðir en flestir þeirra eru mjög góðir og nokkrir algerlega frábærir.

Alkunna er að  verðlag á svæðinu er afar hagstætt sérstaklega gagnvart verði á matvöru og fatnaði á Íslandi. Eins er verð á flestum vörum mun ódýrari en á svæðum eins og t.d Benidorm, Tenerife, Kanarí og Mallorca. 

Veðurfar á svæðinu er talið það heilsusamlegasta í heimi. Hér getið þið séð meðalhitann á Costa Blanca svæðinu síðustu 50 árin. Það kemur á óvart að meðalhiti yfir vetrartíman er lítið minni en t.d Tenerife eða Kanarí.

Lomas de Cabo Roig hverfið er aðeins fyrir ofan Cabo Roig, í hverfinu eru veitingastaðir, bensínstöð, kínabúðir, hárgreiðslustofa og kaffihús.
Frábærir golfvellir eru mjög stutt frá 

Hafa samband



Nánari upplýsingar.

Sími: 8924361
Rafpóstur: [email protected]