Við höfum átt húsið okkar Mosfell á Spáni frá 2006. Allt frá upphafi höfum við lagt áherslu á að gera húsið þannig úr garði að það uppfylli þær kröfur sem við gerum sjálf þegar við erum í fríi, að allur aðbúnaður fyrir fjölskylduna sé í fullkomnu lagi svo njóta megi þeirra stunda sem gefast til að vera þar. Við höfum síðan leigt út þann tíma sem við notum ekki. Við erum afar stolt af því að mikil ánægja hefur verið hjá leigjendum með allan aðbúnað í húsinu, staðsetningu og fjölbreytta möguleika á afþreyingu sem er í nálægð við húsið. Á þessum árum hafa nokkrir íslendingar sem eru búsettir á svæðinu haft umsjón með eigninni og séð um að allt sé í lagi, annast þrif, afhent leigjendum lykla og leiðbeint ef með hefur þurft. Með þessari heimasíðu viljum við kynna eign okkar og að sjálfsögðu auka möguleika okkar á að leigja hana til þeirra sem vilja njóta þeirra kosta að geta verið í barnvænu umhverfi, í kyrrð og ró, engin ys læti og lyftuvesen eins og fylgir oftast dvöl á hótelum. Einungis nokkrir metrar í sund og sólbaðsaðstöðu,eða skreppa á ströndinna,eldað heima, eða valið fjölda veitingastaða í nágrenninu, sem sagt stutt í alla afþreyingu þegar það hentar þér og þínum. Í innanvið klukkutíma bílferðar bíður svo heill heimur möguleika til þess að njóta allskyns menningar sem Spánn hefur uppá að bjóða.
Verið velkomin í húsið okkar á Spáni!