Um er að ræða  endaraðhús með gistirými fyrir 6-8 manns , allt innbú er afar vandað í húsinu.  Húsnæðið er 118 fermetrar  á  þremur hæðum á 1. hæð er herbergi  með hjónarúmi , sameiginleg stofa og eldhús og wc. Á 2.hæð eru tvö herbergi annað með hjónarúmi og hitt með 2. rúmum sem hægt er að færa  saman, wc/baðherbergi  og lítið hol , á þriðju hæð er svo herbergi með hjónarúmi og baðherbergi og útgengt á  sólarsvalir með góðu útsýni yfir svæðið, sést yfir á La Manga skagann. Innbyggð loftkæling og kynding er í húsinu með auðveldu stýrikerfi og er það nánast hljóðlaust  (ekki utanáliggjandi kæli blásarar á veggjum eins og er svo oft ). Í stofu er sjónvarp, fjöldi sjónvarpsrása er til staðar. Einnig er heimabíókerfi með DVD spilara. Stækkanlegt borðstofuborð með 6 stólum er í borðstofu. Sófi sem er í stofu er hægt að nýta sem tvíbreitt rúm. Í eldhúsi er ísskápur , uppþvottavél, þvottavél, kaffivél, brauðrist, safapressa, blandari, pottar , pönnur og öll helstu áhöld til matargerðar, allur borðbúnaður er fyrir 12 manns. Svefnherbergin eru með góðum rúmum, sængur og koddar, barnaferðarúm og barnastóll er til staðar.    Stórir skápar eru í herbergjum á annari hæð.  Baðherbergin eru tvö, á fyrstu hæðinni er klósett, vaskur og góðir skápar en  á annarri hæðinni er baðkar með sturtuaðstöðu, klósett, vaskur og góðir skápar. Öll rúmföt og handklæði eru til staðar, ásamt strandhandklæðum. Lóð húsins er afgirt og hægt er ganga með húsinu í bakgarð ,einnig er útgangur úr eldhúsi í bakgarðinn. Sólbaðsaðstaða og gott rými er til að borða úti bæði á verönd og í bakgarði.  Sundlaugargarðurinn er í lokuðum kjarna á milli húsanna og er garðurinn læstur fyrir almenningi , einungis ætlaður þeim sem gista húsin og gesti þeirra.   Húsið er vel staðsett, þú horfir út til sundlaugarinnar frá verönd og sérð til beggja innganga inn í garðinn. Húsinu fylgir stórt útigrill, útihúsgögn fyrir 8 til 12 manns og sólbekkir fyrir 6. Securitas öryggiskerfi er í húsinu sem auðvelt er í notkun og ætlast er til  þess að leigutakar noti kerfið.                                                                                                    

Dýrahald er ekki leyft í húsinu og reykingar aðeins leyfðar utandyra.