Í næsta nágrenni við húsið eru margar frábærar strendur sem tilheyra Costa Blanca ströndinni (Hvítu ströndinni) og þar er samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (WHO) besta veðurfar í allri Evrópu.

Hægt er að ganga meðfram strandlengjunni eftir sérstökum göngustígum bæði í norður og suður og nær sú gönguleið í tugi kílómetra í hvora átt. Mjög gaman er að ganga þessa leið, fylgjast með iðandi mannlífinu og svo er einnig skemmtilegt að setjast inn á einhvern af hinum fjölmörgu veitingastöðum sem eru á leiðinni eða fá sér hressingu á kaffihúsi.

Sú strönd sem er næst er Playa Caleta, en það tekur ca. 3 mín í bíl, en tæpar 15 min. að ganga niður að henni og er þá farið yfir brúnna að Brico Lage niður frá hringtorginu, eins og þú sért að fara til Torrevieja, eftir götunni Avenida del Ancla. Þetta er mjög góð strönd í skjóli í vík milli tveggja höfða þar sem hægt er að kaupa ýmsar veitingar og þar stutt frá er einnig smábátahöfn þar sem hægt er að stunda ýmsar vatnaíþróttir.

La Zenia ströndin sem er ein sú vinsælasta á svæðinu er beint niður LaZenia hringtorginu í átt til Torrevieja. Hún er um 350 metra löng, þar eru veitingastaðir og barir þar sem hægt er að kaupa hressingu langt fram á kvöld. Ca. 5. Mínutna akstur.

Playa de la Regia ströndin er í hina áttina til Cartagena og tekur það um 15 min að ganga ca. 4 mín í bíl að henni. Þar er glæsileg smábátahöfn með miklum fjölda af skútum allt árið um kring. Þarna er hægt að stunda flestar gerðir af vatnaíþróttum. Þar eru einnig veitingastaðir og strandbarir.