Það er ekki ofsögum sagt að Costa Blanca svæðið sé paradís golfarans en á svæðinu er fjöldinn allur af golfvöllum sem eru fyrsta flokks og margir hverjir hannaðir af fremstu golfurum heims eins og José Maria Olazabal og Sevariano Ballaesteros.

Vellirnir á svæðinu eru opnir öllum og eru eins ólíkir og þeir eru margir en hægt er að velja að spila á mjög opnum og breiðum völlum eða þröngum völlum þar sem  mikill hár trjágróður, gil,  brekkur  gera vellina erfiða fyrir suma. Ráðlegt er að panta rástíma fyrirfram en það er misdýrt að spila á þessum völlum. Þess ber þó að geta að stundum er unnt að kaupa opna passa sem annað hvort gilda í nokkra daga eða í ákveðinn fjölda hringa. Einnig er unnt að leigja á flestum völlunum golfbíla, kerrur eða jafnvel golfsett. Þrír frábærir golfvellir eru í innan við 10. mín keyrslu frá húsinu.

Opnunartími golfvalla er yfirleitt frá kl 08:00 og fram undir myrkur. Í klúbbhúsum vallana er yfirleitt boðið upp á góða þjónustu fyrir golfarann eins og t.d. veitingastaðir, golfbúðir og jafnvel líkamsrækt og dekur.

Villa Martin Golf Staðsetning: Costa Blanca suður – Orihuela rétt við Torrevieja

Lýsing: Þess má strax geta að keppt var á þessum golfvelli á evrópsku mótaröðinni fyrir nokkrum árum.   Þessi 18 holu golfvöllur er einnig staðsettur í hæðóttu landslagi sem gerir það að verkum að það er mjög áhugavert að spila völlinn. Þar sem landslagið er mjög hæðótt þá getur verulega reynt á tæknina við upphafshöggin og það kitlar líka margan golfarann að taka áhættu á þessum velli. Völlurinn er ekkert of langur en umhverfið gerir hann mjög aðlaðandi.

Las Ramblas Staðsetning: Costa Blanca suður – Orihuela rétt við Torrevieja.

Lýsing: Þessi 18 holu völlur er staðsettur í hæðóttu landslagi sem gerir hann mjög áhugaverðan fyrir þá golfara sem vilja taka áhættu við spilamennsku. Landslagið við völlinn gera upphafshöggin oft erfið. Öll trén og allar tjarnirnar og vatnahindranirnar á vellinum gera völlinn mjög áhugaverðan og um leið aðlaðandi. Þessi völlur er staðsettur rétt við Villa Martin völlinn og er því landslagið mjög svipað honum.

Campoamor Golf Staðseting: Costa Blanca suður – Orihuela – rétt við Torrevieja

Lýsing: Golfvöllurinn Real Club Golf Campoamor er byggður á grunni sveitaseturs þar sem allt umhverfi er ósnortið sveitaumhverfi þó íbúðabyggð sé orðinn í nálægð við völlinn. Þessi 18 holu golfvöllur liggur m.a. í gegnum tvær lægðir í landslaginu sem gerir það að verkum að öldóttur hryggur í landslaginu verndar golfarana fyrir vindi. Loftslagið og veðráttan er fyrir vikið mjög góð sem gerir völlinn mjög eftirsóttan allt árið um kring.

 

Þessir þrír flottu golfvellir eru aðeins í um 7-15 mínútna aksturfjarlægð frá húsinu.