Fjöldi verslana og stórmarkaða er á Torrevieja svæðinu og getur verð á matvöru í þeim verið nokkuð mismunandi.  Í göngufæri frá húsinu er verslunar og veitingahúsakjarnar  þar er  t.d versluninni Iceland  ásamt  nokkrum veitingahúsum og börum sem eru mjög góðir, eins er kjarninn Lomas De Cabo Roig  sem er nýlegur og þar eru þegar komnir frábærir veitingastaðir , kaffihús og barir. En almenn ef skoðað er þá er ódýrasti stórmarkaðurinn  LIDL, þar sem meira er lagt upp úr lágu vöruverði en innréttingum, vöruúrvali og þjónustu, síðan koma ALDI,   Mercadona, Consum, MasyMas, SuperCor og loks Carrefour sem er með tvær glæsilegar verslanir á Torrevieja-svæðinu þar sem boðið er upp á allt milli himins og jarðar.

Flestir stórmarkaðanna eru við N-332 eða „sveitaveginn” eins og hann er oft kallaður.  Frá Cabo Roig er styst í Aldi , Consum og Mercadona en síðan er  hver versluninn af annari á leiðinni til Torrevieja.

Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er ein sú allra stæðsta glæsilegasta á Costa Blanca svæðinu,  þar er að finna nánast öll helstu og þekktustu nöfnin í þessum brasa. Þar er einnig mikill fjöldi af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Í miðri verslunarmiðstöðinni sem er hönnuð eins og lítið þorp er stórt útisvið þar sem eru oft frábærar uppákomur. Það er enginn svikinn af þessari verslunarmiðstöð og betra að ætla sér góðan tíma til að komast yfir það að sjá allt.

Habaneras er verslunarmiðstöð í Torrevieja.  Þar eru allar þekktustu verslanirnar eins og t.d H&M, Zara, Jack and Jones, Berskha og C&A. Fjölmargir veitingastaðir eru við hliðina á Habaneras. Þar eru einnig stór keilu- og leiktækjasalur og kvikmyndasalir

Í suður frá Cabo Roig er að finna verslunarmiðstöðina DosMares í San Javier sem er í 10 km fjarlægð. Þar eru einnig fjölmargar þekktar verslanir og einnig veitingastaðir, bíósalir og leiktækjasalur. Stórmarkaðurinn Eroski er í Dos Mares. Þar er að finna ótrúlegt vöruúrval á mjög góðu verði.

Verslunarmiðstöðin NuevoCondomina er rétt hjá Murcia sem er ca. 60 km frá Cabo Roig eða um 45 mín. akstur. Þessi verslunarmiðstöð er mun stærri en hinar tvær og þar er að finna allar þekktustu verslanirnar.   Þá er þar einnig mikill fjöldi góðra veitingastaða og kaffihúsa.

Skammt frá Nuevo Condomina, er IKEA verslun.

Í Cartagena sem er ca. 30 mín akstur frá Cabo Roig er mjög stór verslunarmiðstöð sem nefnist EspacioMediterraneo .

Í Alicante eru einnig margar verslunarmiðstöðvar með fjölmörgum verslunum og veitingastöðum. Má þar m.a. nefna El Corte Ingles, Gran Via og Plazamar 2. Skammt norðan við Alicante er NIKE Factory Store þar sem er að finna mikið úrval af NIKE-vörum á einstaklega góðu verði.

Markaðir í Torrevieja og Orihuela Costa

Föstudagsmarkaður – Torrevieja miðbær.

Hvern föstudag frá kl. 09:00 – 14:00 er einn stærsti markaður Costa Blanca mitt í Torrevieja. Þar er hægt að kaupa all frá grænmeti og ávextum til fatnaðar auk margs annars.

Laugardagsmarkaður – Playa Flamenca.

Hvern laugardag frá kl. 09:00 – 14:00 er svipaður markaður, en töluvert minni, við Playa Flamenca (Orihuela Costa). Þessi markaður nýtur vaxandi vinsælda.

Sunnudagsmarkaður – Guardamar – Campo de Guardamar.

Hvern sunnudag kl. 09:00 – 14:00.

Mánudagur

Callosa, Santa Pola, Elche

Þriðjudagur

Elche (kl. 17:00 – 22:00), Aspe, Orihuela, Pilar de la Horadada

Miðvikudag

Guadamar, Polop de la Marina, Novelda, Sax, La Mata, San Miguel de Salinas, Callosa de Segura

Fimmtudagur

Alicante, San Javier, Rojales, Aspe

Föstudagur

Torrevieja, Pilar de la Horadada (um kvöldið), Los Montesinos (á kvöldin), Elche (kl. 17:00 – 22:00)

Laugardagur

Almoradi, Elche, Sante Pola, Torre Pcheco, San Miguel de Salinas (Blue Lagoon)

Sunnudagur

Guardamar við Campo de Guardamar