Eftirfarandi skilmálar  gilda um allar bókanir á Mosfelli á spáni.is

  1. Bókanir og greiðslur

Lágmarks aldur leigutaka verður að vera  25 ára, og a.m.k. einn viðskiptavinur sem dvelur í sumarhúsinu skal vera yfir 25 ára aldri.

Til að staðfesta pöntun skal leigutaki greiða 50% af leiguverði í gegnum örugga greiðsugátt .

Með samþykki og greiðslu er kominn á samningur milli leigutaka og tilspanar.is um skammtímaleigu. Engin endurgreiðsla mun eiga sér stað á þessum hluta ef hætt er við leigu.

Greiða þarf eftirstöðvar af leigu eigi síðar en 4 vikum fyrir komutíma.

  1. Leiguverð

Leiguverð er samkvæmt verðskrá á heimasíðu hverju sinni, nema um annað sé samið.  Í leiguverði er 15 til 30 kWh  stundir innifalið af rafmagni pr. dag. Greitt er fyrir umfram notkun á rafmagni – dregið af tryggingafé.

  1. Koma og brottför

Afhending á lyklum er kl. 16.00 á byrjun leigutíma  og afhenda skal lykla  kl. 12.00  þegar leigutími endar.

Samþykkja má annan brottfaratíma í samráði við umsjónaraðila ef ekki þarf að gera húsið klárt samdægurs fyrir næsta leigutaka.

Ef leigutaki skilar ekki af sér eign á réttum tíma hefur tilspanar.is heimild til að rukka leigutaka  vegna aukins kostnaðar sem af því hlýst.

  1. Breytingar og forföll

Komi upp sú staða að breyta þurfi bókun eftir staðfestingu, skal hafa samband við tilspanar.is við munum  reyna eftir fremsta megni að koma til móts við leigutaka um breytingu á bókun. Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á leigutíma komi til seinkunar eða forfalla vegna ferða hans er það á hans eigin ábyrgð.

  1. Þrif

Leigutaki greiðir fyrir þrif og þvott á líni í lok dvalar 110 €

Húsnæðið skal vera hrein þegar leigutaki tekur við lyklum,  hreint á rúmum, handklæði séu til staðar, handsápa, uppþvottalögur, salernispappír eru til staðar en leigutaki skili sama magni til baka.

Hafi leigutaki athugasemdir er hann tekur við húsnæðinu skal hann tafarlaust gera athugasemd  svo hægt sé að gera úrbætur. Annars  lítum við þannig á að leigutaki telji húsnæðið fullnægjandi.

A.T.H  leigutaki fjarlægir við brottför alla matarafganga, hendir öllu rusli úr húsinu og skilur við öll eldunar- og mataráhöld hrein og tilbúin til notkunar fyrir næsta leigutaka eins og hlutirnir voru við komu.  Þrífa þarf bakarofn og grill séu þau notuð.

  1. Tryggingar og lyklaafhending

Sem tryggingu fyrir verulegri misnotkun á eigninni og verulegum skemmdum verður að leggja fram tryggingar €300.

Ekki er verið að leggja fram tryggingu vegna þess að glös, diskar og annað lítilsháttar getur brotnað eða orðið fyrir eðlilegu sliti, heldur fyrir verulegum skemmdum eða eyðileggingu.

Komi til skemmda áskilur Tilspanar.is  eða umsjónaraðili  sér rétt á að að taka af tryggingargreiðslu  þá upphæð sem skemmdinni nemur. Séu skemmdir hærri en tryggingarféi nemur skal leigutaki greiða þann  umfram kostnað.

Trygging er endurgreidd til leigjandans við skil á lyklum.  Umsjónaraðili á Spáni fer yfir leigueign og lætur eiganda vita ef eitthvað er.   Lyklar eru afhentir á Spáni.

  1. Skyldur og skuldbindingar leigutaka

Leigutaki skuldbindur sig til að ganga um eignina samkvæmt reglum hússins.

Ef svo óheppilega vildi til að tjón yrði af völdum leigutaka eða gesta hans, þá er hann ábyrgur fyrir skemmdum og ber að greiða viðgerð eða bætur vegan tjónsins.

Séu leigutaki og leigusali ekki sammála um raunhæft mat á tjóni skal leita til þriðja aðila til að meta og gefa raunhæft verð í tjónið sem skal bætt að fullu af leigutaka. Þessi liður á eingöngu við ef um óeðlilega notkun er að ræða af völdum ásetnings eða gáleysis.

Hámarksfjöldi sem dvelja í fasteigninni meiga ekki fara yfir þann fjölda sem kemur fram á heimasíðunni tilspanar.is, börn 2 ára eða yngri teljast ekki til hámarksfjölda.

Gæludýr er ekki leyfð og reykingar eru bannaðar innandyra. Leigendum er ekki heimilt að fæða ketti í garðinum.

Virða ber nágranna og hávaða skal lágmarka á öllum tímum.

Leigutakar eru beðnir að hafa í huga að húseigendur eru ábyrgir fyrir hegðun þeirra gagnvart nágrönnum og húsfélagi.

Legutaki skal hugsa vel um hið leigða húsnæði og halda því hreinu á meðan dvöl stendur.

Þegar loftkæling er notuð skulu dyr og gluggar vera lokaðir annars kemur kælingin ekki að neinu gagni og rafmagns kostnaður verður óheyrilegur. Vinsamlega athugið að rafmagn er dýrt á Spáni því viljum við að leigjendur hafi það í huga við notkun á loftkælingunni – ef óeðlileg notkun á sér stað geta leigendur átt von á því að þurfa að greiða aukakostnað fyrir rafmagnið. Best era að stilla kælingu á 23-24 alls ekki fara niður fyrir 20 bæði vegna kostnaðar og hættu á vökvasöfnun í kælingunni vegna kulda og hitamismunar.

Varast ber að setja ísskáp á hæstu stillingu. Slíkt Kemur ekki að gagni og styttir líftíma ísskápsins.

Við eigninna er sundlaug og skulu leigutakar og hans gestir  fara þar varlega og fylgjast vel með börnum sínum.

  1. Skyldur og skuldbindingar

Tilspanar.is er ábyrgt  fyrir því að allar upplýsingar um fasteign séu  eins  réttar og hægt er.

Tilspanar.is  er ábyrgt fyrir því að leigan sé í samræmi við öll staðbundin eða innlend lög þar með talin lög um um heilsu, öryggi og tryggingar.

Tilspanar.is er ekki ábyrgt fyrir neinum beinum eða óbeinum kostnaði, tjóni eða tapi stofnað til af leigutaka og hans gestum , meðan og eftir að leigu lýkur.

Tilspanar.is  getur ekki ábyrgst bilanir eða truflanir á þjónustu eða búnaði í fasteign, né truflun vegna viðhalds sem fara fram í öðrum hluta sameignarinnar. Berist tilkynning um slíkt mun tilspanar.is reyna að bregðast við slíkum eins fljótt og hægt er og innan  hæfilegs tíma.

  1. Veikindi og andlát

Leigutaki skuldbindur sig til að halda  eigendum tilspanar.is skaðlausum af öllum kostnaði.

Leigutaki er á Spáni á eigin vegum og ber því fulla ábyrgð á sér og gestum sínum. Á það við um öll hugsanleg slys, veikindi, andlát o.s.frv. Eigendur tilspanar.is eru undanþegin allri ábyrgð á því sem gæti komið fyrir leigutaka og gesti hans.

Bent er á að gæta fyllstu varúðar við sundlaug, á hálum flísum, svölum, stigum, loftkælingu, raftækjum, sturtum og öðru sem hætta gæti stafað af.

  1. Höfundarréttur

Allur höfundaréttur á heimasíðu tilspanar.is er áskilinn, efnið má ekki afrita né dreifa án skriflegs samþykkis.

Tilspanar.is gerir fyrirvara um innsláttar- og prentvillur á öllu útgefnu efni hvort sem er á pappír eða á vefsíðu.

  1. Persónuvernd

Leigusali mun leitast við að standa vörð um friðhelgi notenda.

Persónuupplýsingum sem safnað er, munu aðeins vera notaðar til að bæta þjónustuna og laga hana að þörfum notenda.

Leigusali mun ekki  selja, skipta eða leigja persónuupplýsingar til þriðja aðila eða stofnana.

Tilspanart.is  áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara.